Tíminn

Hún hefur þagað eins lengi og hún hefur verið til en nú hefur hún fengið nóg af mótsagnakenndum skilaboðum þínum. Hún er því komin hingað í holdi til að verja sig. Þú þykist aldrei fá nóg af henni og ásakar hana um að hlaupa frá þér. “En ert það ekki þú,” spyr hún, “sem ert alltaf að hlaupa frá mér?” Reglulega reynirðu að drepa hana af hversdagslegasta tilefni, til dæmis á meðan þú vafrar á netinu eða horfir á sjónvarpið. Líf þitt virðist snúast um að spara hana. “Þvottavélar, uppþvottavélar, ryksugur, snýst þetta ekki allt um mig?” spyr hún. “Er það ekki ég sem þú villt þvo í burtu? Heldurðu að ég viti það ekki? Hvernig heldurðu að það sé að vera ég? Hvernig þætti þér að ég vri sífellt að skera þig niður í sekúndur og mínútur, vinnustudir og frístundir, daga og þúsaldir?” spyr hún. “Hvers vegna ræðirðu ekki við tilhugsunina að ég er ein, heil og á mig sjálf?”

Hún hefur verið að skrifa línur á andlitið á sér síðan þú fæddist. Og í kvöld er loksins kominn tími til að þýða þær og lesa þær fyrir þig beint af enninu á þér. Hún vonast til að þær nái inn að hjartanu.