Últíma Scena

Últíma Scena er ljós vera, framtíðarskáld sem er enn ekki fædd og yrkir hverfandi ljóð og ekki ljóð. Hefur þó verið á Rósenberg þar sem hún hitti reglulega hið óviðjafnanlega skáld Sigurð Pálsson sem var hennar mentor.

Nú þegar hún syrgir sinn látna mentor hefur hún farið að tala frönsku uppúr svefni og þráir að líkamnast varanlega fyrir hans orð. Verða stjarna og brunnur, lesa um sitt eigið upphaf og úthaf í rúllukragapeysu með alpahúfu á höfði.

Sér fyrir sér að hún muni geta fæðst í Rauðu skáldahúsi, óheft af talningu tímans sem af harðfylgi heimtar að lífið sé línuleg framrás þar sem við missum tengsl við ástvini. Hennar tímalína er óræð eins og talan i. Hún skapar mitt eigið tvinnrými þar sem hinir ófæddu hitta hina látnu og rétta þeim A4 blað. Þar sem núlifendur læra að hætta að stefna í sífellu að tortímingu sjálfra sín og jarðarinnar, eyðingu alls.

L´Ultima Scena þarf ekki að vera endalok heldur getur verið upphaf, ljós vera.

—-

Últíma Scena is a being of light: a poet of the future, intangible: not yet born, but eternal. Ultima composes disappearing poems and so does not actually compose poems. She has, however, visited to Café Rosenberg, where she regularly met up with the unparalleled Sigurður Pálsson. When she mourns her late mentor, she speaks in French in her sleep. Ultima sees to it that she is continually reborn in Rauða Skáldhúsið, regardless of time’s ticking clock, a tick-tick-ticker that imposes linear time that severs our connection to the beloved.

Her timeline is inconceivable – like ∞. She creates her own alternate universe where the unborn meet the dead, placing them on a sheet of paper. It’s a place where new beings learn to stop drifting toward self-destruction, the dissolution of Earth, the annihilation of all things. L’Últíma Scena does not need to be the end, but rather the beginning, a being of light.